Nágrannar why dont we just get along

jæja ég var að brasa við bílinn minn fyrir utan og fékk nágrannan fúlan yfir drasli sem ég var með í kringum mig ég brást skjótt við og sagði honum að mín lóð væri mitt einkamál og þegar hann vildi ræða það betur sagði ég að hann gæti sleppt þeirri umræðu ég ræddi ekki mína einkalóð við hann og hélt svo áfram að vesenast í bílnum og lét sem ég sæi hann ekki. En svo fór ég að hugsa er ég of snöggur að svara, kannski var önnur lausn,ég átta mig ekki alveg á því.Ekki vil ég valda manngreyinu angri en samt mín lóð,og kannski var rétt hjá honum að það er drasl á lóðinni minni. enda að vesenast í bílaviðgerðum og vil fá frið við það kemur honum ekki við .Hmm. þarf að skoða mína framkomu 

Ef ég stilli þessu upp öðruvísi ég hefði brosað og sagt já ég skil að þér finnist óþægilegt að hafa sóðalegt svona rétt hjá þínu húsi.ég skal reyna að taka svoldið til þegar ég er búinn svo þú þurfir ekki að hafa þessa sjónmengun fyrir augunum.

hmm. hefði ég verið sáttur? ég á þessa lóð.og ræð hvort ég er með hana í rusli eða ekki mér lyður ekki vel ef ég læt undan þar sem ég er á mínu svæði hefur einhver rétt til að koma og setja útá mitt umhverfi og ætlast til að ég taki því þegjandi.

Kannski átti aths. rétt á sér.Ef ég set mig í hans spor þá væri ég sennilega eitthvað að pirra mig á þessu hvernig hefði ég getað komið á framfæri aths. án þess að fá menn upp á móti mér?Kannski heilsa og spjalla nefna að svona fallegt hús sé fallegra ef það nýtur sín í fallegu umhverfi .og okkar beggja ávinningur að hafa svoldið snyrtilegt í kringum húsin okkar .Mig langar ekki að standa í deilum við nágrannann er viss um að þetta er öndvegis maður og gæti verið gott að hafa hann með sér og eins að vera honum til aðstoðar þegar við á.

jæja hver er svo niðurstaðan ég breiti ekki afturábak. á ég að gera eitthvað? Tala við hann segja að ég hafi hlustað og þetta sé rétt ég muni reyna að taka tillit með að hafa svoldið snyrtilegt og fallega aðkomu að innkeyrslunni okkar. en hafa samt hugfast að ég mun vera að vesenast með bílana á planinu mínu og fórna ekki þeim rétti

Kannski það sé niðurstaðan stundum þarf að fá fólk til að brosa og syna því að skoðanir þess séu einhvers virði.kannski kemur jákvætt út úr þvíJoyful

jæja . en hvert er markmið mitt "Að geta verið í friði að laga mína bíla og jafnvel annara á mínu plani"

svo er bara spurningin hvernig ég næ því marki .óumdeilanlegt er að ég má það og þarf ekki að hlusta á skoðanir annara um það.En kannski ekki besta leiðin best er að útskýra minn rétt og að ég hlusti  a hans skoðanir en þetta sé það sem ég sé að gera núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband