Hvað næst?Win. án stýrikerfis?

Væri ekki nær að láta fylgja fleiri en einn vafra?

þarna er ESB. rétt lýst "vafrandi"án þess að hafa hugmynd um afleiðingarnar fyrir neytendur

Reyndar væri ég til í að geta sett upp vafra í tölvuna án windows


mbl.is Windows 7 selt án IE í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

þú getur bráðum fengið stýrikerfi sem byggir eingöngu á online hugbúnaði eða vafra. Windows Cloud er stýrikerfi sem er í raun bara vafri. Væntanlega koma fleiri svoleiðis "stýrikerfi" út á næstunni frá t.d. Google sem eru að þróa online application hugmyndina.

Stefán Örn Viðarsson, 12.6.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Tollinn

það hljómar spennandi Stefán.Tölvan þyrfti ekki að hafa nema brot af því afli sem hún hefur núna,og þá miklu ódýrari og lengri batterí ending og ég nota nú þegar igoogle online ritvinnslu.Er eitthvað slíkt komið á markað sem hægt er að prófa?

Tollinn, 12.6.2009 kl. 09:40

3 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Það er einhver beta prófun í gangi á Windows Azure (Cloud) þar sem þú getur t.d. notað MS Office online pakka sem er bara vefútgáfa af Office og fleiri forritum auðvitað. Amazon er eitthvað með í þessari pælingu og svo auðvitað Google Apps sem er algjör snilld.

Hér er meiri pæling um Azure stýrkikerfið:

http://www.microsoft.com/azure/default.mspx

Stefán Örn Viðarsson, 12.6.2009 kl. 11:27

4 identicon

SKO!

Ég er forritari til tíu ára og hef skrifað vefsíður síðan 1994. Ég var á internetinu þegar fæstir vissu hvað það væri. Ég skrifa forrit á Windows, Linux og Mac OS X.

Ég sumsé veit hvað ég er að tala um.

Microsoft Internet Explorer er og hefur alltaf verið langmest notaði vafrinn af einni og aðeins einni ástæðu; hann fylgir með Windows. Eyðileggingin á stöðlum sem Microsoft hefur þar af leiðandi komist upp með er því gríðarleg, þar sem flestum notendum er einfaldlega drullusama, án þess að gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það sé fyrir samkeppni.

Yfirþyrmandi mesti vandinn í tölvuheiminum yfirhöfuð, er skortur á samkeppni. Sá sem er með stærsta stýrikerfið (augljóslega Microsoft) getur tekið yfir þann markað sem því sýnist. Microsoft hefur tekið yfir fleiri markaði með þessum hætti, t.d. er MSN léleg útgáfa af mörgum stöðlum sem þar voru notaðir áður. Í reynd er stór hluti gjörvalls iðnaðarins beinlínis í eigu Microsofts eingöngu vegna skorts á samkeppni.

Það er eitt og aðeins eitt sem lætur kapítalismann virka, og það er samkeppni. Án samkeppni er enginn munur á kapítalisma og konungsvaldi. Í þessu sambandi er Microsoft konungurinn sem gerir eins og honum sýnist, einmitt því að neytendur eins og þú, með fullri virðingu, skilja ekki um hvað málið snýst.

Þetta hefur engin neikvæð áhrif á neytandann. Ef það er eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á neytandann, þá er það hinn nær algeri skortur á samkeppni á hugbúnaðarmarkaði sem er bein afleiðing af því að Microsoft lætur vörurnar einfaldlega fylgja með Windows, og voila, þeir eru orðnir kóngar á þeim markaði. Það er ekki samkeppni, það er ekki hjálplegt, það er ekki gott fyrir einn eða neinn nema Microsoft. Og eina ástæðan fyrir því að þeir komast upp með þetta aftur og aftur og aftur, er vegna þess að venjulegum tölvunotendum er einfaldlega drullusama.

Þeir vilja bara nota "eitthvað sem virkar" og pæla svo ekki meira í því.

Með fullri virðingu, þú hefur hræðilega rangt fyrir þér.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband