loksins ný hlið

Þessu hef ég oft velt fyrir mér, það að gengið lækki,gerir okkur sjálfkrafa samkeppnishæfari,vörurnar okkar lækka erlendis.eru ekki Norðmenn núna að kvarta yfir að íslenskur fiskur sé að styrkja sig á mörkuðum á þeirra kostnað Krónan er vissulega viðkvæm,en er betra að við mælum öll göturnar atvinnulaus vegna þess að við getum ekki selt íslenskar vörur?
mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Þetta er engin ný hlið á málunum, heldur augljós staðreynd. Við getum valið að hafa "sjálfstæða" mynt, með þeirri áhættu -- eða sveigjanleika -- sem því fylgir, eða stöðugleika sem gerir fyrirtækjum kleift að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann.  Þeir sem verða fyrir því nú að myntkörfulánin þeirra hafa hækkað stórkostlega finna hvað það kostar að búa við óstöðugleika veikburða myntar, og þeir sem eru að reyna að standa í útflutningi kvarta sáran yfir því að þeir geti ekki stundað viðskipti, þrátt fyrir hagstætt gengi, því að enginn tekur mark á myntinni okkar. Sjálfstæð mynt, sérstaklega þegar hún er jafn ótraust og íslenska krónan, kallar einnig á háa vexti og verðbólgu. Stöðugleiki gæti skapað aukið atvinnuleysi, þannig að upptaka evru leysir auðvitað ekki allan vanda. Staðreyndin er bara sú að eins og staðan er nú eiga Íslendingar ekki neitt val, því að íslenska krónan er dauð og verður ekki reist við. Það vita allir sem horfast í augu við staðreyndir.

GH, 9.5.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband