Ekki veit ég hvað ég á að kjósa
19.3.2010 | 11:33
En ekki þar með sagt að ég muni ekki taka afstöðu.það hefur bara enginn af þeim sem eru á þingi núna synt að þeir geti komið sér saman um nokkuð.Td. Hreyfingin hafa þau stutt eitthvað mál með þeim hætti að það hafi náð afgreiðslu? Eða náð að sannfæra einhvern með þeim hætti að þeirra hugmyndir að lausn hafi verið samþykkt?
Segir athygli vekja hversu fáir taka afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Á heimasíðu Hreyfingarinnar sérðu lista undir fyrirsögninni ,,Þetta höfum við gert!" yfir ýmis mál sem Hreyfingin hefur unnið að og mörg þeirra hafa náðst í gegn.
Ég nefni nokkur mál sem hafa náðst í gegn:
Afhjúpun laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna skipaður í starfshóp á vegum félagsmálaráðuneytisins sem skal m.a. meta árangurinn af framkvæmd ofangreindra laga.
Talsmaður Hreyfingarinnar barðist fyrir því að frumvarp Eyglóar Harðardóttur um 4% þak á verðbótum fái eðlilega þinglega meðferð þegar formenn flokka og talsmaður Hreyfingarinnar sömdu um hvenær þing færi í frí fyrir jól. Það var skrifað upp á það í samningnum að málið fengi í þinglega meðferð þrátt fyrir að um það ríkti ekki þverpólitísk samstaða. Það ku vera algerlega einstakt. Málið átti að vera tekið út úr nefnd 10. febrúar 2010 en ekki hefur verið staðið við samkomulagið.
Við komum inn ákvæði um Lýðræðisstofu og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu í þingsályktunartillögu um umsókn Íslands að Evrópusambandinu sumarið 2009.
Við eigum 8. greinina í fyrri Icesave lögunum sem kveðjur á um að nota alla tiltæka möguleika til að endurheimta fé frá eigendum og stjórnendum Landsbankans.
Formleg beiðni lögð fram um að skipuð verði þverpólitísk þingmannanefnd sem færi utan og fundaði með kollegum sínum til að kynna málstað og stöðu Íslendinga varðandi Icesave sem og heildarstöðu Íslands. Þingmenn fara utan á mánudaginn næsta.
Hlutlaus miðlun upplýsinga í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samþykkt fyrir okkar tilstilli.
Það vorum við sem komum á fyrsta þverpólitíska fundinum varðandi Icesave fyrirvarana í sumar en á fundinn mættu jafnframt fulltrúar Indefence.
Við höfum veitt gríðarlega mikilvægt aðhald í sambandi við skipun þingmannanefndar sem er ætlað að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis í framhaldi af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Á endanum náðum við fram mikilvægum efnislegum breytingum sem snúast um að setja þak á fyrningu ráðherraábyrgðar í þessu máli og tímamörk á störf nefndarinnar. Við eigum mann í nefndinni og munum halda áfram að miðla upplýsingum til almennings um málið.
Þingmenn Hreyfingarinnar vöktu athygli á því hversu öfugsnúið það er að veita félagi, sem er að stórum hluta í eigu fyrrverandi eiganda Landsbankans, fyrirgreiðslu af hálfu ríkissins á borð við skattaívilnanir og orku á verði sem er svo lágt að það þolir enga skoðun þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um gagnsæi í orkusölusamningum.
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira því ekki er allt upp talið.
Bestu kveðjur,
f.h. Hreyfingarinnar
Þórður Björn Sigurðsson
hreyfingin@hreyfingin.is
Þórður Björn Sigurðsson, 19.3.2010 kl. 15:50
Ath einnig þessa þingsályktunartillögu með aðild allra flokka:
Tillaga til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsis.
http://www.immi.is
Þórður Björn Sigurðsson, 19.3.2010 kl. 21:11
Þakka þér fyrir þetta,ég var greinilega fáfróður þarna.þú hefur upplýst mig.
Tollinn, 20.3.2010 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.