Nornaveiðar?
11.5.2010 | 14:31
þetta er komið út í vitleysu þessar nornaveiðar og að fórna mönnum til að svala hefndarþorsta.Engu líkara en að Ríkissaksóknari sé að sýna æstum múginum að hann sé harður í horn að taka.En sýnir hið gagnstæða,að hann er reiðubúin að fórna sakborningum til að sanna sig fyrir lýðnum.Það er ekki hægt að treysta svoleiðis mönnum.
Næg tækifæri til að hafa áhrif á aðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Þorleifur,
Ja, ef það eru "nornaveiðar" að hafa upp á þeim sem með skipulögðum hætti ætluðu að setja Ísland á hausinn, þá er ég svo sem sammála. En ef málið er að koma höndum yfir fjárhagslega glæpamenn, þá er þetta liður í upphafinu á þeirri aðgerð. Það hefur hver og einn getað séð að það færi að koma að þessu, það hefur verið unnið í þessum málum í rúmt ár og með þeim gögnum sem var safnað saman við gerð skýrslu Rannsóknarnefndarinnar þá hlaut að fara að koma að því að hlutirnir færu að gerast. Ég sé ekki hverju er verið að fórna. Menn voru settir í gæsluvarðhald meðan á rannsókn stendur. Það hefur enginn verið dæmdur og ef þessir menn hafa ekki komið nálægt einum stærsta peningaglæp sögunnar, þá verða þeir látnir lausir. Svo einfalt er það.
En í mínum huga er ekki snefill af efa um að kaupendur bankanna fyrir tæpum áratug, gerðu það vísvitandi til þess að stofna eina stærstu Ponzi svikamyllu sem sett hefur verið á laggirnar. Tilgangurinn sá einn að stela öllu steini léttara. Ef ekki hefði farið þannig að Lehman Brothers bankinn féll hér í Bandaríkjunum þá hefðu þessir menn sennilega komist upp með þetta í 1-2 ár í viðbót. Ef svo hefði farið hefði allt á Íslandi farið í gjaldþrot. Frá einstaklingum og upp í ríkið sjálft. Ef þeim hefði tekist það þá væri ekkert eftir á Íslandi og þessi mál væri nú verið að reka fyrir erlendum dómstólum.
Mér finnst ekki ólíklegt að þessir menn verði einnig að svara til saka erlendis þar sem stór hluti af svikum þeirra fór fram gagnvart erlendum hluthöfum og viðskipavinum. Einhvernvegin týndust hátt í átta þúsund milljarðar frá Íslandi.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 11.5.2010 kl. 15:59
Tollinn, hvaða mönnum er verið að fórna til að svala hefndarþorsta.
Ertu ekki eitthvað aðeins að ruglast? Var það ekki almenningi sem var fórnað til að svala græðgi?
Hvaða hefndarþorsta er verið að svala þegar maðurinn í Keflavík var settur í gæsluvarðhald meðan á rannsókn mannslátsins þar stendur?
Menn eru settir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna, ekki hefndarþorsta.
Þú hefur kanski einhverra hagsmuna að gæta að þessi mál verði ekki upplýst?
Landfari, 11.5.2010 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.