Að loknu helgarfríi
17.3.2008 | 18:43
jæja þá er helgarfríið búið og kominn aftur á spítalann.
Það var yndislegt að vera með krakkana og yljar mér hvað þau eru góð og hjálpsöm.Steini skutlaði mér í búð og Kiddi sótti mig og skutlaði mér í Rvík og Siggi tók æfingarakstur frá Rvík og heim.Elly og Kristín hjálpuðu ti lheima.
Þannig eru þau alltaf ef ég segi "viltu gera þetta fyrir mig?" er svarið alltaf jájá.
Við höfðum það gott um kvöldið og horfðum á video ég Siggi,Ellý og Kristín litla við höfðum osta og nammi ég bjó til kakó. .getur lífið orðið betra?Nú er ég komin aftur og er ég að vinna í heilsunni.það verður að hafa forgang.myndir eru í möppu" Að loknu helgarfríi"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.