Hverju er verið að mótmæla?
23.1.2009 | 04:21
Ég var að átta mig á að það er ekkert minnst á hverju fólk er að mótmæla.jú slagorð heyrir maður gegn ríkisstjórninni en hvað átti hún að gera,eða gerði of mikið af? Það er kreppa allstaðar þannig að varla er það stjórnin? hvaða lausn yfirsást ríkistjórninni? eða veit nokkur lausn á vanda okkar?Hvern eigum við að kjósa í staðinn? ég hef engan heyrt nefndan sem virðist hafa hugmynd um hvað á að taka við
ekki einu sinni hörðustu andstæðingar hafa viðrað hvernig við komumst út úr þessu .Við erum víst svartsýn þjóð um þessar mundir, er það ekki munur á bjartsýni og svartsýni að annar bendir á lausnir hinn á sökudólga.Kusum við ekki þessa stjórn?erum við ekki sek um að hafa ekki skoðað hvað við kusum?hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að við kjósum heimskulega aftur? Hmm. verða kannski þingmenn í mótmælagöngu að mótmæla lélegum kjósendum?
Mótmælt í góðri sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll vertu.
Jú við völdum þetta fólk til að stjórna landinu.
En getum við ekki sagt að þetta fólk hafi brugðist traustinu allsvakalega ?
Bestu kveðjur.
Jens Sigurjónsson, 23.1.2009 kl. 04:32
Það er rétt hjá þér að um 60% þjóðarinnar kaus þessa aula, aula segi ég vegna þess að það voru margir fræðimenn og sérfræðingar búnir að vara við þessu hruni, allt frá því fyrir um tveim árum. Íslendingar voru einfaldlega ekki að hugsa þegar þeir kusu þessa stjórn og sjálfsagt margir sem tóku samspillinguna trúanlega og kusu hana sem mótvægi við íhaldið, við skulum ekki gleyma að samspillingin stillti sér upp sem mótvægi við sjálfsstæðisflokkinn og bjuggust alls ekki við að fara í ríkisstjórn með íhaldinu, þar stakk Ingibjörg fólkið fyrst í bakið. Svo er alltaf hægt að segja sem svo að þetta sé afleiðing alþjóðafjármála kreppu, en það er einfaldlega ekki satt! Af hverju tók núverandi stjórn bankana yfir og felldi þá? Getur verið að okkur hefði verið betur borgið ef bankarnir hefðu farið "í þrot" í eigu gömlu eigendanna? Afhverju var ekki settar strangari reglur um bankaviðskipti þegar bankarnir voru einkavinavæddir? Það eru svo margar spurningar og svörin berast seint, en þau koma öll á endanum og því meira sem við gröfum, þeim meira af skít, spillingu og siðleysi finnum við, en við finnum ekki þessi svör með núverandi ríkisstjórn! Hún kappkostar að hafa nákvæmlega sama fólkið í sömu störfum og það skapar ekki traust, við þurfum nauðsynlega að finna traust og enginn getur beðið heila þjóð um traust ef engu er breytt eftir álíka hrun. Gleymdu erlendu skuldunum, þær koma okkur ekkert við. Gleymdu láninu frá IMF. Fyrrum eigendur bankana eiga eignir sem eru metnar á c.a. 3000 milljarða og núverandi stjórn er búin að gefa það út að við þessum eignum verði EKKI hróflað, það er nefninlega allt í lagi að taka yfir skuldir en eignarétturinn honum verður ekki hróflað við. Þetta eru nokkrar ástæður og þær verða fleiri hvern einasta dag, lifðu heill!
Óskar Steinn Gestsson, 23.1.2009 kl. 05:17
Fyrsta sem verður að taka við er að við fáum ríkisstjórn sem nýtur fylgis alls landsins.
Ég skal útskýra fyrir því hverju er verið að mótmæla.
Þú spyrð hvað muni taka við ?
Enduruppbygging landsins mun taka við.
Fyrsta sem ég get nefnt er að stjórnaskráin sé gerð nútímalegri en uppi eru margar góðar hugmyndir varðandi hana. Að næst þegar það verður einkavætt sé regluverkið meira að skandinavískri fyrirmynd en það hefur sýnt sig að bæði Noreigur og Svíðþjóð eru að koma einkarvel út úr kreppunni. Þjóðhagsstofnun verður endurreist og fasistar eins og Davíð Oddsson sem kom þessu hruni af stað séu gerðir að strandaglópum á Svalbarða.
Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 05:20
Ég skil vel þessar pælingar í Tolla þær eru réttsýnar og mannlegar en það sem Brynjar segir er rétt engu að síður rétt. Bankakerfið var orðið alltof stórt og eins og hann segir x10 stærra en hagkerfið. Sérfræðingar voru búnir að vara við þessu td hagfræðingar seðlabankans ekkert hlustað á þessa, það er ekki svo fjölmennur hópur sem á sök á þessu, ekki þjóðin sem kaus hann. Það er hættulegt þegar lítill hópur siðblindur að auki kemst svona vel inn í kerfið hjá okkur. Einhver annar hópur hefði líkast til hagað sér eins, við erum svo breysk.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 25.1.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.