Hvað eru margar Ip.tölur á bak við undirskriftirnar?
2.1.2010 | 14:46
Hvað eru margar ip.tölur á bak við undirskriftirnar?það getur sagt meir en fjöldi þeirra sem eru þar,það er ekki eðlilegt að frá venjulegu heimili komi meir en 2.skráningar.Engin vandi að sitja við tölvu og skrá alla sem maður veit um og eru ekki tæknivæddir.það er ekki mikið mál að svindla á svona.
4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jafnvel þótt um 20% væri "svindl" þá er þetta gífurlegur fjöldi sem hefur haft fyrir því að skrifa nafn sitt á listann. Vilji þjóðarinnar er augljós.
Halla Rut , 2.1.2010 kl. 15:01
Að sama skapi er ekki hægt að nota margnota IP tölu sem sönnun fyrir svindli, því fjölmenn fyrirtæki, heimavistar, skólar og slíkir staðir munu allir birta sömu IP töluna fyrir hundruði manna.
Það er ekkert mál að sitja og gagnrýna einfalda internettengda undirskriftalista, og ég held að það efist enginn um að einhver prósenta af þessu sé svindl, en ég held að það sé alltaf lítill minnihluti og sé ekki tala sem skiptir máli hér í þessu samhengi.
Árni Viðar Björgvinsson, 2.1.2010 kl. 15:12
Á mína tölvu skráðu tveir synir mínir sig og kærasta annars þeirra og önnur dóttir mín og hennar maður, svo hringdi hin dóttir mín í mig og bað mig, vegna tölvuleysis á því heimili, að skrá sig og hennar mann.
En ef þú ert að brygsla þúsundum manna um skjalafals þá ættirðu að fá listann og byrja að kæra mann og annan.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2010 kl. 15:16
Ég veit ekki hvort að listin skráði i.p.tölur eður ei en þú verður að kunna fullt nafn einstaklings og kennitölu hans til að skrá hann niður í listan. Ég viðurkenni nú að það hefði verið mjög auðvelt fyrir mig að henda inn mömmu mína á þennan lista, án vitneskju hennar en það var einhvað sem ég gerði nú ekki og vona að sem flestar undirskriftir hafi verið ritaðar með góðri samvisku.
Einar Örn Gissurarson, 2.1.2010 kl. 15:16
Halla,vilji þjóðarinnar þarf að koma fram með ábyrgum hætti
Árni,ég er sammála,auðvelt að gagnrýna þessa aðferð,enda hriplek.og spurning hvort ætti að nota hana í mikilvægum málum eins og þessu,væri til of mikils mælst að fólk notaði heimilistölvuna til að skrá sig?eða gegnum heimabanka?eða færi til Indefence og skrifaði nafn sitt?
Högni,hefðiru tekið þessa niðurstöðu trúanlega á kjörstað?Þe að einhver væri með umboð frá ættingjm sínum til að kjósa?
Þetta kemur skjalafalsi ekkert við,engin skjöl til að falsa.
Einar Ip.tölur eru skráðar og ef þú last hvað þú varst að gera á síðunni þeirra þá eru þær uppl þar.
ekkert mál að birta þær, til að sína fram á hversu trúverðug þessi aðferð er
Tollinn, 2.1.2010 kl. 15:38
Þessi aðferð er hvorki verri né betri en aðrar undirskriftasafnanir, það er alltaf hægt að skrifa bull á listann ef fólk vill skemma fyrir. IP-tölur sanna ekkert um tilteknar skráningar einstaklinga nema staðsetninguna þaðan sem viðkomandi var skráður, og það er ekkert sem bannar að margir skrái sig frá sama staðnum. Ekki frekar en ef maður stæði með blað og penna fyrir utan matvöruverslun og bæði fólk sem ætti leið hjá að skrifa undir.
Hinsvegar hefur margítrekað komið fram að ef fólk telur sig hafa verið ranglega skráð á listann hjá InDefence er hægt að biðja um að láta fjarlægja sig, en þetta hefur hingað til almennt ekki verið boðið upp á í undirskriftasöfnunum. Má því segja að þessi ákveðna aðferð sé ekki verri en gengur og gerist og betri ef eitthvað er einmitt vegna þess hversu auðvelt er að samkeyra rafrænar skráningar við gagnagrunna eins og þjóðskrá.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2010 kl. 17:26
Það er alveg makalaust hvað menn keppast við að tortryggja undirskriftalista af því tagi sem hér var í gangi varðandi Icesave málið. Hingað til hafa flestir undirskriftalistar verið listar sem legið hafa frammi í verslunum, bensínstöðvum og á fleiri opinberum stöðum þar sem hver sem var gat skrifað nafn, heimili og kennitölu eða þær upplýsingar sem beðið var um. Ekki var hlaupið að því (mjög mikil vinna) að sannreyna þessar undirskriftir. Samt hafa þær sjaldan verið gagnrýndar mikið. Nú þegar undirskriftalisti er í rafrænu formi þar sem auðvelt er að samkeyra við annars vegar þjóðskrá sem og að bera saman við ip tölur þá keppast menn hver um annan þverann að tortryggja. Hvað vilja þeir sem tortryggja þetta að mikinn fjölda þurfi til að sýna vilja þjóðarinnar ? Flestar skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka og annað þess háttar sem mikið mark er tekið á byggjast á því að 600 - 1.200 manns svara í úrtaki í gegnum síma, tölvupóst eða með öðrum hætti. Ekki er það hátt hlutfall kosningabærra manna.
Jón Óskarsson, 2.1.2010 kl. 18:04
Ég er bara að segja að á bak við mína ip tölu eru 5 atkvæði tvö þeirra vegna tímabundins tölvuleysis, þau hefðu hvort eð er þá fengið að fara í tölvu vina svo elsku barnið mitt fyrir utan þessi 5 þá eru foreldrarnir enn eftir ótalin og athugaðu annað elsku drengurinn minn enn á eftir að telja langafa og langömmu sem tilheyra heimilinu líka og eiga ekki sína eigins tölvu en ég veit ekki hvort að þau skrifuðu undir maður spyr fólk á þeirra aldri ekki svoleiðis, en hafi þau gert það þá eru undirskriftirnar fleiri úr mínu ip númeri, þið börnin kannist ekki við að fleiri en tvö noti tölvu heimilisins en við eldri borgararnir þekkjum annað.
Enn það var alveg í lagi að velta þessari spurningu upp og taka svo mark á svörum, því að ef að við hefðum labbað með undirskriftalista á flestar útihurðir landsins hefðum við fengið mikklu fleiri undirskriftir vegna þess elsku barn, það eiga nefnilega ekki allir tölvur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2010 kl. 18:27
Höfundur færzlu segir: ,,Vilji þjóðarinnar þarf að koma fram með ábyrgum hætti".
Mikið rétt og ábyrgasti hátturinn er einmitt í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Sigurjón, 2.1.2010 kl. 20:21
Högni. ég er hissa á að þú sért að nota orðið barn um mig og mínar skoðanir,ekki setti ég inn,nöfn annarra ættmenna minna.
þú sagðir sjálfur að þú hefðir skráð nöfn annara inn.og hefur þá væntanlega sett þeirra Email.undir(það er gerð krafa um það á Indefence síðunni) Vinsamlega talaðu ekki svona niður til mín.Eg myndi ekki gera svona hluti.
Guðmundur það er allt annað að skrá sig óábyrgt á vefsíðum en að skrifa nöfn annara á undirskriftalista.Það er fölsun eins og Högni bendir á td.ef hann hefði skrifað nöfn annara með sinni undirskrift á er það lögbrot. allt annað dæmi.hvað er að því að fá að sjá hvaða ip tölur eru á bakvið þetta styrkir það ekki þessa lista.Eg hefði haldið að það þjónaði hagsmunum Indefence að sýna fram á áræðanleika upprunans.
Ég er ekki að gagnrýna ósk um þjóðarathvæðagreiðslu heldur óábirgar aðferðir til að sýna fram á sitt mál
Tollinn, 2.1.2010 kl. 21:58
Elsku barnið mitt, ég er reina að segja þér að það er ekkert endilega bara tveir á bak við notkun hverrar tölvu.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.1.2010 kl. 18:15
Eins og margir hafa bent á hér að ofan þá er það rakalaust rugl að eitthvað sé óeðlilegt við það að fleiri en 2 séu skráðir í gegnum sömu tölvuna. Hins vegar má telja fullvíst að eitthvað sé um svindl í svona undirskriftasöfnun. Það er eins og með annað: Ef svindl er mögulegt, þá eru alltaf einhverjir sem svindla. Það er nú orsök málsins alls í hnotskurn. Vonandi er þó að slíkt sé í lágmarki (hvað sem það svo er!).
Magnús Óskar Ingvarsson, 4.1.2010 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.