Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hugleiðing

   

Ég var að fara yfir daginn eins og ég geri stundum, er ég að gera mitt besta?er ég að læra af mistökum mínum? er ég að endurtaka mistök sem ég gerði í gær?fyrir ári?10árum?stundum verð ég fyrir vonbrigðum þegar ég sé að ég er að falla í gryfju sem ég hélt að ég væri búin að afgreiða .

Væri orðinn of þroskaður til að renna á rassgatið aftur og aftur hmm.og afturBlush.Og líka þegar ég hef átt skítadag ekkert orðið úr neinu ætlaði að gera svo mikið í dag en,betra ef ég hefði ekki farið framúr.ég get orðið sár eftir svoleiðis uppgötvun.

En ég er líka orðin færari um að horfa á það jákvæða sem ég geri jafnvel þegar dagur sem ætti ekki einu sinni að vera á almanakinu vegna þess að mér fannst sólin aldrei hafa komið upp.haninn galaði aldrei þann dag.Þá sé ég að ég fór út í búð þó að sporin hafi verið þung og ég eldaði mat jafnvel þó að ég vildi helst kúra undir feldi  og sá engan tilgang í neinu.það litla sem ég geri á svoleiðis dögum er miklu meira virði en það mikla sem skeður á góðum degi

Það er enginn vandi að vera duglegur og framkvæmdasamur þegar sól skín í heiði og heilsan og baráttuþrek er í hámarki. En það er þegar við erum með allt niður um okkur og finnst við varla eiga tilverurétt sem reynir á okkur,þá kemur líka í ljós hverjir standa þétt með okkur. 

Þeir eru fleiri en maður heldur, bara ef maður gefur þeim tækifæri til þess 

knús knúsKissing


Að loknu helgarfríi

jæjPIC_0011a þá er helgarfríið búið og kominn aftur á spítalann.

Það var yndislegt að vera með krakkana og yljar mér hvað þau eru góð og hjálpsöm.Steini skutlaði mér í búð og Kiddi sótti mig og skutlaði mér í Rvík og Siggi tók æfingarakstur frá Rvík og heim.Elly og Kristín hjálpuðu ti lheima.

 Þannig eru þau alltaf ef ég segi "viltu gera þetta fyrir mig?" er svarið alltaf jájá.

Við höfðum það gott um kvöldið og horfðum á video ég Siggi,Ellý og Kristín litla við höfðum osta og nammi ég bjó til kakó. Smile.getur lífið orðið betra?Nú er ég komin aftur og er ég að vinna í heilsunni.það verður að hafa forgang.myndir  eru í möppu" Að loknu helgarfríi"

 


Helgarfrí framundan

Jæja nú er ég að hressast og helgarfrí framundan ,get varla beðið ,verð með krakkana og get vonandi eldað góðan mat og fengið  alla til að borða saman. Mér finnst það frábærtSmile ætli  að lukkan verði mér hliðholl áfram?  ekkert sem bendir til annars Svo framarlega sem ég er bara góður og leyfi öðrum að vera góðir við migInLove

Lifum heil


Afmæli

W00t jæja ég átti afmæli á spítlaanum  Joyful krakkarnir komu og Kristín litla kom með gjöf sem hun gerði sjálf.Rósa kom með köku og Siggi kom með Kristínu litlu þrátt fyrir að hann væri hálf lasinn Mamma  Stjáni  og Þrúða léku á alls oddi og það var gaman að fá gesti.

Á sjukrahúsi

PIC_0033Jæja nú er ég búin að liggja á sjúkrahúsi síðan 14feb og búin að fá nóg vonandi útskrifast ég fljótlega.
Siggi heldur heimilinu gangandi,duglegur og yndislegur hann Siggi.
ég fékk helgarfrí þessa helgi.
Siggi tók allt til og ég kom að öllu glerfínu
var með stelpurnar um helgina Það var æðislegt.
en reyndar tók helgin meira á en ég átti von á er úrvinda en það lagast  Krakkarnir hafa öll verið dugleg og lagt mikið á sig
 forrettindi að eiga svona börn InLove hlýt einhveratíma að hafa gert eitthvað gott fyrst ég fæ að eiga þau.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband