Hugleiðing

   

Ég var að fara yfir daginn eins og ég geri stundum, er ég að gera mitt besta?er ég að læra af mistökum mínum? er ég að endurtaka mistök sem ég gerði í gær?fyrir ári?10árum?stundum verð ég fyrir vonbrigðum þegar ég sé að ég er að falla í gryfju sem ég hélt að ég væri búin að afgreiða .

Væri orðinn of þroskaður til að renna á rassgatið aftur og aftur hmm.og afturBlush.Og líka þegar ég hef átt skítadag ekkert orðið úr neinu ætlaði að gera svo mikið í dag en,betra ef ég hefði ekki farið framúr.ég get orðið sár eftir svoleiðis uppgötvun.

En ég er líka orðin færari um að horfa á það jákvæða sem ég geri jafnvel þegar dagur sem ætti ekki einu sinni að vera á almanakinu vegna þess að mér fannst sólin aldrei hafa komið upp.haninn galaði aldrei þann dag.Þá sé ég að ég fór út í búð þó að sporin hafi verið þung og ég eldaði mat jafnvel þó að ég vildi helst kúra undir feldi  og sá engan tilgang í neinu.það litla sem ég geri á svoleiðis dögum er miklu meira virði en það mikla sem skeður á góðum degi

Það er enginn vandi að vera duglegur og framkvæmdasamur þegar sól skín í heiði og heilsan og baráttuþrek er í hámarki. En það er þegar við erum með allt niður um okkur og finnst við varla eiga tilverurétt sem reynir á okkur,þá kemur líka í ljós hverjir standa þétt með okkur. 

Þeir eru fleiri en maður heldur, bara ef maður gefur þeim tækifæri til þess 

knús knúsKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband