Dómarar

Ég hef verið að skoða sjálfan mig hvernig er ég við aðra,hvernig sumir eru reiðubúnir til að standa með mér þó að þeir þekki mig varla,eru reiðubúnir til að horfa framhjá mínum göllum.og hvetja mig til dáða.Öðrum virðist vera sama en láta sem þeir hafi áhuga á mér en strax og þeir finna veikan blett þá skaða þeir mig og nota það sem ástæðu að ég sé engan vegin þeim boðlegur þetta fólk virðist ekkert eiga handa öðrum og verða alltaf að þiggja.en láta sem þau eigi heiminn.einhvernvegin þá hef ég tilhneigingu til að laðast að svoleiðis fólki, og reyni svo að réttlæta mig fyrir þeim.sem er vonlaust dæmi því það var búið að taka ákvörðun um að dæma.

Hver hefur leifi til að dæma það sem guð skapaði?og hef ég leifi til að láta koma svona fram við það sem guð fól mér að gæta?.Eg laðast síður að fólki sem er umhyggjusamt og fært um að gefa.En ég er farinn að sjá það og get haft samúð með þessum sem ekkert geta nema dæmt.

                                        Eg breiti ekki öðrum.En ber ábyrgð á sjálfum mér

En ég get náð árangri með sjálfan mig. Fólk getur leitað til mín meira að segja þeir sem ekkert eiga til að gefa en telja sig fullfæra um að dæma án dóms og laga þeir þurfa mest á að halda að fá alúð En ég reiði mig á hina.af þeim langar mig að læra af.

    Tolli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband